Fréttir og tilkynningar

Upptakturinn
Upptakturinn | 12.01.2017

Upptakturinn – Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna er spennandi verkefni á vegum Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss í samstarfi við Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Upptakturinn leggur áherslu á að hvetja börn og unglinga til að semja sína tónlist og senda inn tónsmíð, eða drög að tónverki. Dómnefnd sem skipuð er fagmönnum velur úr innsendum hugmyndum. Þau verk sem valin eru, verða fullunnin í vinnustofu með aðstoð tónskálda og fagfólks í tónlist. Vinnustofan fer fram í Listaháskóla Íslands og í Hörpu, dagana 10.–18. mars 2017. Þess má geta að Laugólingurinn okkar hún Guðríður Elísa, nemandi í 10. bekk, hannaðin meðfylgjandi plaggat fyrir Upptaktinn í ár.

SARA
Sara Mjöll sigrar Rímnaflæði! | 22.11.2016

Snillingurinn Sara Mjöll kom, sá og sigraði rappkeppnina Rímnaflæði sl. föstudagskvöld. Sara rappaði frumsamda lagið "Raunveruleikinn" sem vakti augljóslega mikla lukku. Hægt er að horfa á siguratriðið og keppnina í heild sinni hér: http://www.netsamfelag.is/index.php/latest-news-economy1/554-rimnaflaedhi-samfes-2016-bein-utsending Sara Mjöll stígur á svið eftir 49:45 og tekur svo sigurlagið aftur eftir 1:58:10 Við í Laugó erum ótrúlega stolt af Söru og erum þakklát að hafa fengið að fylgjast með þessu ferli.

Krissa
Nýr starfsmaður í Laugó | 21.11.2016

Kristín Hrönn er nýjasta viðbótin í Laugó starfsmannahópinn. Hún er tæknigúru, tónlistarsnillingur, fótboltakona sem er líka einstaklega fyndin. Við bjóðum hana að sjálfsögðu velkomna og hlökkum til að kynnast henni betur!


Information

English PolskiPусский Español Lietuvos  

Á döfinni


Engir viðburðir fundust.

Félagsmiðstöðvar 

 

Samfés

Frístundakortið

Myndasöfn

Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit