Fréttir og tilkynningar

Verðum að fresta skíðaferðinni vegna veðurs! :(
Verðum að fresta skíðaferðinni vegna veðurs! :( | 23.02.2017

Við verðum að fresta fyrirhugaðri skíðaferð sem átti að vera föstudaginn 24. febrúar vegna veðurs! :( Við munum þó samt sem áður bjóða upp á gistinótt fyrir unglingana í félagsmiðstöðinni Bústöðum, Tunguvegi 11, sama dag og hefst hún klukkan 20:00!

SKÍÐA- OG BRETTAFERÐ BUSKANS OG GISTINÓTT
SKÍÐA- OG BRETTAFERÐ BUSKANS OG GISTINÓTT | 20.02.2017

Föstudaginn 24.febrúar klukkan 15:30 leggjum við af stað frá félagsmiðstöðinni Buskanum í Skíða- og brettaferð Buskans. Við ætlum að fara saman upp í Bláfjöll og vera þar til klukkan 21:00. Þá munum við taka rútu til baka og er þá förinni heitið í félagsmiðstöðina Bústaði þar sem við munum bjóða upp á gistinótt fyrir unglingana. Við munum svo panta pizzur og gera allskonar skemmtilegt. Gistinóttinni lýkur svo klukkan 09:00 laugardaginn 25. febrúar. Unglingarnir hafa val hvort þeir fara bæði í skíðaferðina og gistinóttina eða annað hvort. Kostnaður við ferðina er eftirfarandi: Rúta fram og til baka í fjallið er 1700 krónur- Skíðapassi -800 krónur leiga á skíðabúnaði -2200 krónur Hefð er fyrir því að við pöntum pizzur á gistinóttinni og fáum við eftirfarandi tilboð frá Dominos: - hálf 15“pizza með tveimur áleggstegundum á 700 krónur - - heil 15“pizza með tveimur áleggstegundum á 1400 krónur Þeir sem vilja pizzu koma með pening fyrir henni á gistinóttinni sjálfri.

Laugardalsleikar og ball - miðvikudaginn 15.febrúar
Laugardalsleikar og ball - miðvikudaginn 15.febrúar | 13.02.2017

Næstkomandi miðvikudagsmorgun, 15.febrúar, verða haldnir laugardalsleikar í Laugardalshöll þar sem Vogaskóli, Langholtsskóli og Laugalækjaskóla etja kappi í hinum ýmsum íþróttagreinum. Um kvöldið verður svo haldið stórt ball i Laugalækjarskóla sem hefst klukkan 19.30 og lýkur klukkan 22:00. Emmsjé Gauti kemur fram á ballinu og er miðaverð 1000 krónur. Miðasala hefst í Buskanum mánudaginn 13.febrúar frá 16:00-19:00 og þriðjudaginn 14.febrúar frá 13:00-16:30!


Information

English PolskiPусский Español Lietuvos  

Á döfinni


Engir viðburðir fundust.

Félagsmiðstöðvar


 

Myndasöfn

Frístundakortið

Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit